 
Forrit
Meðal þess hugbúnaðar sem kann að 
finnast í símanum kunna að vera nokkrir 
leikir og Java-forrit sem eru sérstaklega 
hönnuð fyrir þennan Nokia-síma.
Til að sjá hversu mikið minni er laust til að setja upp 
leiki og forrit skaltu velja Valmynd > Forrit > 
Valkost. > Staða minnis. Leikur eða forrit er opnað 
með því að velja Valmynd > Forrit > Leikir eða Safn. 
Veldu leik eða forrit og síðan Opna. Leik eða forriti er 
hlaðið niður með því að velja Valmynd > Forrit > 
Valkost. > Hlaða niður > Hl. niður leikjum eða Hl. 
niður forritum. Síminn styður J2ME
™
Java-forrit.
Ganga ber úr skugga um að forritið sé samhæft 
símanum áður en því er hlaðið niður.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp hugbúnað frá 
fyrirtækjum sem bjóða næga vörn gegn 
skaðlegum hugbúnaði.
Athugaðu að þegar forrit er sótt kann það að vera vistað 
í valmyndinni Gallerí í stað valmyndarinnar Forrit.
 
V a l m y n d i r s í m a n s
64
■