Nokia 2630 - Mi²lar

background image

Miðlar

Myndavél og myndskeið

Hægt er að taka myndir eða taka upp
myndskeið með innbyggðri myndavél.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

56

Mynd tekin

Kveiktu á myndavélinni með því að velja Valmynd >
Miðlar > Myndavél eða ýta á myndavélartakkann; ef
þegar er kveikt á myndbandsaðgerðinni skaltu skruna
til vinstri eða hægri. Mynd er tekin með því að velja
Mynda.

Veldu Valkost. til að stilla á Næturstilling á ef það er
dimmt, Niðurteljari á til að stilla á sjálftímastýringu
eða Kveikt á myn.röð til að taka myndir í hraðri röð.

Símtækið styður töku á myndum í 640x480 punkta upplausn.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

57

Upptaka á myndskeiði

Kveiktu á myndbandi með því að velja Valmynd >
Miðlar > Myndavél > Valkost. > Hreyfimynd eða ýta á
myndavélartakkann og halda honum niðri; ef þegar er
kveikt á myndavélinni skaltu skruna til vinstri eða
hægri. Myndbandsupptaka er hafin með því að velja
Taka upp. Gert er hlé á upptöku með því að velja Gera
hlé
; haldið er áfram með upptöku með því að velja
Hald. áfr.; upptakan er stöðvuð með því að velja
Hætta.

Valkostir myndavélar og myndskeiðs

Ef kveikt er á myndavél eða myndskeiði þarf að velja
Valkost. > Stillingar og eitthvað af eftirfarandi:
Tími forskoðunar—til að stilla forskoðunarbirtitíma fyrir
mynd sem síðast var tekin. Á forskoðunartímanum þarf
að velja Til baka til að taka aðra mynd eða Valkost. >
Senda til að senda myndina sem margmiðlunarskilaboð.
Lengd myndskeiða—til að stilla hvað hægt er að taka
upp löng myndskeið

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

58

Raddupptaka

Hægt er að taka upp búta með tali, hljóði eða úr
símtali. Þetta er gagnlegt við upptöku nafns og
símanúmers til að skrifa þau seinna niður.

Veldu Valmynd > Miðlar > Uppt.tæki og
sýndarupptökuhnappinn á skjánum til að hefja
upptöku. Hægt er að hefja upptöku á meðan símtali
stendur með því að velja Valkost. > Taka upp. Þegar
símtal er tekið upp skal halda símtækinu í
hefðbundinni stöðu við eyrað. Upptakan er vistuð í
Gallerí > Upptökur. Hægt er að hlusta á nýjustu
upptökuna með því að velja Valkost. > Spila síðustu
uppt.
. Hægt er að senda nýjustu upptöku í
margmiðlunarskilaboðum með því að velja
Valkost. > Senda s. upptöku.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

59

Útvarp

FM-útvarpið þarf annað loftnet en það sem er á þráðlausa
tækinu. Samhæft höfuðtól eða aukahlutur þarf að vera
tengdur tækinu ef FM-útvarpið á að virka rétt.

Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum
hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur
skaðað heyrn.

Veldu Valmynd > Miðlar > Útvarp eða ýttu á og
haltu niðri * í biðstöðu.

Ef þú hefur þegar vistað útvarpsstöðvar skaltu skruna
upp eða niður til að skipta á milli vistaðra stöðva, eða
ýta á samsvarandi takka fyrir minnisstöðu þeirrar
stöðvar sem óskað er.

Leitað er að næstu stöð með því að ýta og halda niðri
vinstri eða hægri skruntakkanum.

Sú stöð sem þú ert með stillt á er vistuð með því að
velja Valkost. > Vista stöð.

Hljóðstyrkur er stilltur með því að velja Valkost. >
Hljóðstyrkur.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

60

Ýttu á endatakkann til að hafa kveikt á útvarpinu í
bakgrunninum. Ýttu á og haltu endatakkanum niðri
til að slökkva á útvarpinu.