Nokia 2630 - Skilabo²

background image

Skilaboð

Aðeins er hægt að nota
skilaboðaþjónustuna ef símafyrirtækið
eða þjónustuveitan styður hana.

Ath.: Tækið kann að staðfesta að skilaboð hafi verið
send á númer skilaboðamiðstöðvar sem hefur verið
vistað í tækinu. Ekki er víst að tækið staðfesti að

skilaboðin hafi borist viðtakanda. Þjónustuveitan veitir nánari
upplýsingar um skilaboðaþjónustu.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

29

Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru
opnuð. Skilaboð geta innihaldið skaðlegan
hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á
einhvern annan hátt.

Stillingar texta- og
margmiðlunarskilaboða

Veldu Valmynd > Skilaboð > Skilaboðastillingar >
Textaboð > Skilaboðamiðstöðvar. Ef SIM-kortið styður
fleiri en eina skilaboðamiðstöð skaltu velja eða bæta
þeim við sem þú vilt nota. Hugsanlega þarftu að fá
númer skilaboðamiðstöðvarinnar frá þjónustuveitu.

Veldu Valmynd > Skilaboð > Skilaboðastillingar >
Margm.skilaboð og eitthvað af eftirfarandi:

Gera móttöku fyrir margmiðlun virka—Veldu Nei, eða
Í heimasímkerfi til að nota margmiðlunarþjónustu.

Stillingar samskipana— til að velja sjálfgefna þjónustu
fyrir móttöku margmiðlunarskilaboða. Veldu Áskrift til
að skoða þá reikninga sem þjónustuveita býður og
veldu þann sem á að nota. Stillingarnar eru hugsanlega
sendar sem skilaboð frá þjónustuveitunni.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

30

Leyfa auglýsingar—, til að velja hvort taka eigi við
skilaboðum sem eru skilgreind sem auglýsingar. Þessi
stilling sést ekki ef Gera móttöku fyrir margmiðlun
virka
er stillt á Nei.

Takmarkanir MMS > Takmarkanir—til að stilla
símann á að sú tegund efnis sem símkerfið eða
viðtökutækið styður ekki í margmiðlunarskilaboðum
sé ekki heimil. Veldu Án takmarkana til að heimila
slíkt efni, en verið getur að viðtökutækið taki ekki
rétt á móti skilaboðunum.

Myndastærð (takmörkun) eða Myndastærð (án
takmarkana)
—til að skilgreina stærð mynda sem
hægt er að setja inn í margmiðlunarskilaboð þegar
Takmarkanir MMS er stillt á Takmarkanir eða Án
takmarkana
.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

31

Textaskilaboð

Tækið styður sendingu á textaboðum sem eru lengri en sem
nemur lengdartakmörkunum á stökum skilaboðum. Lengri
skilaboð verða send sem röð tveggja eða fleiri skilaboða.
Þjónustuveitan þín gæti gjaldfært í samræmi við það. Stafir
sem nota kommur eða önnur tákn ásamt stöfum sumra
tungumála, taka meira pláss og takmarka þannig þann
fjölda stafa sem hægt er að senda í einum skilaboðum.

Vísir efst á skjánum sýnir þann heildarfjölda
staftákna sem eftir er og þann fjölda skilaboða sem
þarf að senda. Til dæmis þýðir 673/2 að 673 staftákn
eru eftir og að skilaboðin verði send sem röð af 2
skilaboðum.

Blikkandi

gefur til kynna að minni fyrir skilaboð sé

á þrotum. Þá verður að eyða gömlum skilaboðum
áður en hægt er að taka við nýjum.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

32

Margmiðlunarskilaboð

Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti og
birt margmiðlunarskilaboð. Útlit skilaboða getur verið
breytilegt eftir móttökutækinu.

Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS-
skilaboða (margmiðlunarskilaboðaþjónusta). Ef myndin sem
bætt er inn fer yfir þessi mörk getur tækið minnkað hana
þannig að hægt sé að senda hana með MMS.

Margmiðlunarskilaboð geta innihaldið texta, myndir,
hljóðskeið og myndskeið.

Texta- eða margmiðlunarskilaboð
búin til

Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til skilaboð >
Skilaboð. Viðtakendum er bætt við með því að fara í
reitinn Til: og slá inn númer eða tölvupóstfang
viðtakanda eða velja Bæta við til að velja
viðtakendur af lista. Til að bæta við viðtakendum fyrir
afrit eða falið afrit er valið Valkost. > Bæta við

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

33

viðtak. > Afrit eða Falið afrit. Texti fyrir skilaboð er
skrifaður með því að fara í reitinn Texti: og slá inn
textann. Titli skilaboða er bætt við með því að velja
Valkost. > Bæta við titli og slá inn titilinn. Efni er
tengt við skilaboðin með því að velja Valkost. > Setja
inn
og þá gerð viðhengis sem óskað er. Skilaboðin eru
send með því að ýta á hringitakkann.

Gerð skilaboða breytist sjálfkrafa eftir efni
skilaboðanna. Aðgerðir sem geta valdið því að gerð
skilaboða breytist úr textaskilaboðum í
margmiðlunarskilaboð eru meðal annars, en ekki
einskorðuð við, eftirfarandi:

Skjal er tengt við skilaboðin.

Beðið er um skilatilkynningu.

Forgangur skilaboða er stilltur á hár eða lágur.

Viðtakanda er bætt við fyrir afrit eða falið afrit eða
efni skilaboðanna eða tölvupóstfang í
viðtakandareitinn.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

34

Þegar skilaboðagerðin breytist í
margmiðlunarskilaboð birtir síminn stuttlega
Skilaboðum breytt í margmiðlunarskilaboð og
textahaus breytingaglugga fyrir skilaboðin breytist í
Ný margmiðl.boð. Athugaðu textahausinn fyrir
skilaboðagerðina.

Þjónustuveitur hafa hugsanlega mismunandi
gjaldskrá eftir því hver gerð skilaboðanna er. Fáðu
upplýsingar hjá þjónustuveitu þinni.

Leifturboð

Leifturboð (sérþjónusta) eru textaskilaboð sem
birtast strax á skjá viðtakandans.

Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til skilaboð >
Leifturboð.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

35

Snöggskilaboð

Snöggskilaboð (SN) (sérþjónusta) er notuð til að
senda stutt og einföld textaskilaboð til netnotenda,
en þú þarft að gerast áskrifandi að þjónustunni og
skrá þig inn á hana. Þjónustuveitan veitir
upplýsingar.

Ath.: Hugsanlega hefurðu ekki aðgang að
öllum þeim aðgerðum sem lýst er í þessum
leiðbeiningum og sum tákn og

birtingartextar kunna að vera mismunandi, en það fer
eftir SK-þjónustu þinni.

Tengst er við þjónustu með því að velja Valmynd >
Skilaboð > Spjallboð. Veldu viðkomandi stillingar
fyrir tengingu og reikning og sláðu inn notandakenni
og aðgangsorð.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

36

Hljóðskilaboð

Hægt er að nota MMS til að búa til og senda
raddskilaboð. Kveikja verður á MMS áður en hægt er
að nota hljóðskilaboð.

Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til skilaboð >
Hljóðskilaboð. Upptaka opnast. Þegar upptöku
hljóðskilaboða er lokið skal slá inn símanúmer
móttakanda í reitinn Til: til að senda skilaboðin.
Símanúmer er sótt úr Tengiliðir með því að velja Bæta
við
> Tengiliðir. Til að skoða kosti skal velja Valkost..

Þegar síminn tekur við hljóðskilaboðum eru þau
opnuð með því að velja Spila; ef tekið er við fleiri en
einum skilaboðum er valið Sýna > Spila. Til að hlusta
seinna á skilaboðin er valið Hætta. Veldu Valkost. til
sjá tiltæka valkosti. Hljóðskilaboð eru sjálfkrafa
spiluð í gegnum eyrnatólin. Veldu Valkost. > Hátalari
til að velja hátalara.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

37

Talskilaboð

Talhólfið er sérþjónusta sem þarf e.t.v. að gerast
áskrifandi að. Þjónustuveitan veitir nánari
upplýsingar um númer talhólfs.

Veldu Valmynd > Skilaboð > Talskilaboð.

Tölvupóstforrit

Tölvupóstforritið notar pakkagagnatengingu
(sérþjónusta) sem gerir þér kleift að opna samhæfðan
tölvupóstreikning í símanum. Stofna þarf
tölvupóstreikning og velja tilskyldar stillingar áður en
hægt er að senda og taka á móti tölvupósti. Stillingar
gætu borist sem stillingarskilaboð. Síminn styður
samskiptareglurnar POP3 og IMAP4.

Tölvupóstreikningur er stofnaður með því að velja
Valmynd > Skilaboð, fletta að Tölvupósthólf og velja
Valkost. > Bæta við pósthólfi > Póstuppsetning, Búa
til stillingar
eða Vistaðar stillingar.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

38

Farið er í tölvupóststillingar með því að velja Valmynd >
Skilaboð > Skilaboðastillingar > Tölvupóstskeyti.

Tölvupóstur er skrifaður með því að velja Valmynd >
Skilaboð > Búa til skilaboð > Tölvupóstskeyti. Skjal er
tengt við tölvupóstinn með því að velja Valkost. >
Setja inn. Tölvupósturinn er sendur með því að ýta á
hringitakkann. Veldu viðkomandi reikning ef þörf er á.

Móttökustaða er valin með því að velja Valmynd >
Skilaboð > Skilaboðastillingar > Tölvupóstskeyti >
Breyta pósthólfum og viðkomandi pósthólf og velja
Stillingar niðurhals > Gerð móttöku > Aðeins hausar,
Heill tölvupóstur eða Aðeins texti pósts (aðeins fyrir
IMAP4-samskiptareglurnar).

Til að hala niður er valið Valmynd > Skilaboð og
viðkomandi pósthólf; staðfestu val á tengingu ef
með þarf.

Ef móttökustaða er stillt á Aðeins hausar, þarftu að
merkja hausa þeirra skeyta sem þú vilt sjá og velja
Valkost. > Sækja merkt til að hlaða niður heilu
tölvupóstskeyti.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

39