 
Skipuleggjari
Vekjaraklukka
Vekjaraklukkan er notuð með því að velja 
Valmynd > Skipuleggjari > Vekjarakl. og 
eitthvað af eftirfarandi:
Áminning:—til að kveikja eða slökkva á 
vekjaraklukkunni
Tími vekjara:—til að stilla tíma vekjara
Endurtaka:—til að láta símann hringja á ákveðnum 
vikudögum
Vekjaratónn:—til að velja eða sérsníða hringitón
Lengd blunds:—til að stilla tímamörk fyrir blund
 
V a l m y n d i r s í m a n s
61
Síminn spilar tóninn og Vekjari! birtist á skjá símans 
ásamt tímanum, jafnvel þó svo að slökkt sé á honum. 
Veldu Hætta til að slökkva á vekjaraklukkunni. Ef þú 
lætur símann spila tóninn í mínútu, eða velur Blunda, 
slokknar á honum í þann tíma sem þú stilltir fyrir 
blund áður en hann heyrist aftur.
Ef vekjaraklukkan hefur verið stillt og tíminn rennur upp á 
meðan slökkt er á tækinu kveikir það á sér og hringir. Ef 
valið er Hætta er spurt hvort opna eigi tækið fyrir símtölum. 
Veldu Nei til að slökkva á tækinu eða Já til að hringja og 
svara símtölum. Ekki velja Já þegar notkun þráðlausra síma 
getur valdið truflun eða hættu.
 
V a l m y n d i r s í m a n s
62
Dagbók
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Dagbók. Dagurinn í 
dag er auðkenndur með ramma. Ef minnismiðar eru 
við daginn er hann feitletraður. Til að skoða 
minnismiða velurðu Skoða. Hægt er að eyða öllum 
minnismiðum í dagbókinni með því að velja 
mánuðinn eða vikuna og Valkost. > Eyða öllum. Aðrir 
valkostir kunna að vera stofnun, eyðing, breyting og 
færsla minnismiða, eða afritun minnismiða á annan 
dag, sending minnismiða beint í aðra samhæfða 
símadagbók, sem textaskilaboð eða sem viðhengi.
Verkefnalisti
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Verkefnalisti. 
Verkefnalisti er birtur og raðað eftir forgangi. Veldu 
Valkost. og þú getur bætt við, eytt eða sent 
minnismiða, merkt minnismiðann sem búið eða 
raðað verkefnalistanum eftir eindögum.
 
V a l m y n d i r s í m a n s
63
■