Nokia 2630 - Stillingar

background image

Stillingar

Hægt er að velja ýmsar símastillingar í
þessari valmynd. Hægt er að færa sumar
valmyndarstillingar í upphaflegt horf með
því að velja Valmynd > Stillingar > Endurheimta
forstillingar
.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

43

Snið

Í símanum eru ýmsir stillingahópar, eða snið, sem
hægt er að nota til að sérsníða hringitóna símans
fyrir ólíkar aðstæður og umhverfi.

Veldu Valmynd > Stillingar > Snið, viðkomandi snið
og Virkja til að virkja valið snið, Eigið val til að
sérsníða sniðið, eða Tímastillt til að stilla gildistíma
fyrir virkt snið. Þegar tíminn sem stilltur var fyrir
sniðið er liðinn verður fyrra sniðið, sem ekki var
tímastillt, virkt.

Hljóðið er tekið af símanum með því að ýta á # og
halda takkanum niðri.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

44

Tónastillingar

Veldu Valmynd > Stillingar > Tónastillingar og
breyttu einhverjum tiltækra valkosta. Síminn styður
hringitóna á MP3-sniði. Einnig er hægt að nota eigin
upptökur sem hringitóna.

Veldu Viðvörun fyrir: til að stilla símann svo að hann
hringi aðeins þegar um er að ræða símanúmer í
ákveðnum viðmælendahópi.

Eigin flýtivísar

Með því að velja þína eigin flýtivísa getur þú opnað
valmyndir símans á fljótlegan hátt. Veldu Valmynd >
Stillingar > Eigin flýtivísar og einhvern af eftirfarandi
valkostum:

Hægri valtakki eða Vinstri valtakki—til að úthluta
símaaðgerð á hægri eða vinstri valhnapp.

Stýrihnappur—til að velja flýtivísaaðgerðir fyrir
skruntakka. Flettu að viðkomandi skruntakka, veldu
Breyta eða Velja og aðgerð af listanum.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

45

Símtals- og símastillingar

Veldu Valmynd > Stillingar > Símtalsstillingar og
einhvern af eftirfarandi:

Símtalsflutningur (sérþjónusta)—til að flytja
móttekin símtöl. Nánari upplýsingar fást hjá
þjónustuveitu.

Sjálfvirkt endurval > Virkt— til að gera 10 tilraunir til
að hringa ef það mistekst í fyrstu tilraun.

Biðþjónusta fyrir símtöl > Virkja— til að símkerfið láti
þig vita þegar einhver hringir í þig á meðan þú ert að
tala í símann (sérþjónusta).

Birta upplýsingar um mig (sérþjónusta)—til að stilla
hvort birta eigi númer þitt í síma einstaklingsins sem
þú ert að hringja í

Veldu Valmynd > Stillingar > Símastillingar >
Stillingar tungumáls > Tungumál síma til að velja
skjátungumál símans.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

46

Skjástillingar

Rafhlaðan er spöruð með orkusparnaði með því að
velja Valmynd > Stillingar > Skjástillingar >
Rafhlöðusparnaður > Kveikja. Stafræn klukka birtist
á skjánum þegar síminn hefur ekki verið notaður í
tiltekinn tíma.

Rafhlaðan er spöruð í svefnstöðu með því að velja
Valmynd > Stillingar > Skjástillingar >
Orkusparnaður > Kveikja. Skjárinn slekkur á sér þegar
síminn hefur ekki verið notaður í tiltekinn tíma.

Tíma- og dagsstillingar

Veldu Valmynd > Stillingar > Dagsetning og tími.
Veldu Dags- og tímastillingar til að stilla dagsetningu
og tíma. Veldu Sniðstillingar dags og tíma til að stilla
snið fyrir dagsetningu og tíma. Veldu Tími og dagur
uppfærast sjálfir
(sérþjónusta) til að láta símann
uppfæra tímann og dagsetninguna sjálfkrafa
samkvæmt tímabeltinu.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

47

Tengimöguleikar
Þráðlaus Bluetooth tækni

í sumum löndum kunna að vera takmarkanir á notkun
tækja með Bluetooth. Fáðu upplýsingar hjá söluaðila
Nokia og yfirvöldum á staðnum.

Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2.0 og
styður eftirfarandi snið: handfrjáls, höfuðtól, skráasending,
skjalaflutning, upphringinet, stillingartengi og raðtengi. Til að
tryggja samvirkni milli annarra tækja sem styðja Bluetooth-
tækni skal nota aukahluti sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir
þessa tegund. Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum
annarra tækja um samhæfi þeirra við þetta tæki.

Takmarkanir kunna að vera á notkun Bluetooth-tækni á
sumum stöðum. Kanna skal það hjá yfirvöldum á staðnum
eða þjónustuveitunni.

Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum
aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru
notaðar krefjast aukinnar rafhlöðuorku og minnka endingu
rafhlöðunnar.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

48

Bluetooth tækni gerir þér kleift að tengja símann við
samhæft Bluetooth tæki innan 10 metra (32 feta)
fjarlægðar. Þar sem símtæki sem nota Bluetooth
tækni eiga samskipti með hljóðbylgjum þarf síminn
þinn og önnur símtæki ekki að vera í beinni sjónlínu,
þó að tengingin geti verið háð truflunum frá
fyrirstöðum eins og veggjum eða öðrum raftækjum.

Uppsetning Bluetooth-tengingar

Veldu Valmynd > Stillingar > Tengimöguleikar >
Bluetooth og eitthvað af eftirfarandi:

Bluetooth > Kveikja eða Slökkva—til að virkja eða
afvirkja Bluetooth-valkostinn.

táknar að

Bluetooth sé virkt.

Leita að aukahlutum fyrir hljóð—til að leita að
samhæfðum Bluetooth hljóðtækjum

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

49

Pöruð tæki—til að leita að Bluetooth símtækjum á
tíðnissviði. Veldu Nýtt til að skrá Bluetooth símtæki á
tíðnissviði. Veldu símtæki og Para. Sláðu inn
samþykktan Bluetooth aðgangskóða símtækisins (allt
að 16 staftákn) til að para símtækið við símann þinn.
Þessi aðgangskóði er aðeins gefinn upp í fyrsta skipti
sem þú tengist símtækinu. Síminn tengist tækinu og
þú getur hafið gagnaflutning.

Virk tæki—til að athuga hvaða Bluetooth-tenging er
virk í augnablikinu

Sýnileiki símans míns eða Nafn símans míns—til að
skilgreina hvernig síminn þinn birtist öðrum
Bluetooth-tækjum

Ef þú hefur áhyggjur af öryggi skaltu slökkva á Bluetooth-
aðgerðinni eða stilla Sýnileiki símans míns á Falinn.
Samþykktu aðeins Bluetooth-samskipti frá þeim sem þú
hefur samþykkt.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

50

GPRS

General Packet Radio Service (GPRS) (sérþjónusta) er
gagnaflutningsmáti sem veitir þráðlausan aðgang að
gagnakerfum líkt og interneti. Forritin sem geta notað
GPRS eru MMS, vefskoðun og niðurhal Java-forrita.

Áður en þú getur notað GPRS-tækni þarftu að hafa
samband við símafyrirtækið eða þjónustuveituna til
að gerast áskrifandi að þjónustunni. Vistaðu GPRS-
stillingarnar fyrir öll forritin sem nota GPRS. Hafðu
samband við símafyrirtækið eða þjónustuveituna til
að fá upplýsingar um verð.

Veldu Valmynd > Stillingar > Tengimöguleikar >
Pakkagögn > Pakkagagnatenging. Veldu Sítenging til
að láta símann tengjast sjálfkrafa við GPRS-kerfi
þegar þú kveikir á honum. Veldu Þegar þörf er og þá
verður GPRS-skráningin og tengingin notuð þegar
forrit sem notar GPRS þarf að tengjast og henni svo
lokað aftur þegar forritinu er lokað.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

51

Gagnaflutningur

Síminn þinn heimilar gagnaflutning (eins og á dagbók,
tengiliðagögnum og minnismiðum) í samhæfa tölvu,
annað samhæft tæki eða miðlara (sérþjónusta).

Listi yfir flutningstengiliði

Heiti tækisins og stillingar verða að vera á lista yfir
flutningstengiliði svo að hægt sé að afrita eða
samstilla upplýsingar úr símanum.

Nýjum flutningstengilið er bætt á lista (til dæmis
farsíma) með því að velja Valmynd > Stillingar >
Tengimöguleikar > Gagnaflutn. > Valkost. > Bæta
við tengilið
> Samstilling síma eða Afritun síma og
slá inn stillingar í samræmi við flutningstegund.

Gagnaflutningar með samhæfðu tæki

Notaðu þráðlausa Bluetooth tengingu fyrir
samstillingu. Kveikt verður að vera á hinu tækinu svo
að það geti tekið við gögnum.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

52

Gagnaflutningur er hafinn með því að velja
Valmynd > Stillingar > Tengimöguleikar >
Gagnaflutn. og flytja tengilið af öðrum lista en
Samst. miðlara eða Samst. tölvu. Valin gögn eru
afrituð eða samstillt í samræmi við stillingarnar.

Samstilling úr samhæfðri tölvu

Settu upp hugbúnaðinn Nokia PC Suite sem síminn
notar í tölvunni til að samstilla gögn úr dagbók,
minnismiðum og tengiliðum. Notaðu þráðlausa
Bluetooth tengingu fyrir samstillinguna og settu
hana af stað í tölvunni.

Samstilling af miðlara

Gerstu áskrifandi að samstillingarþjónustu til að nota
miðlara. Nánari upplýsingar og þær stillingar sem
þarf fyrir þessa þjónustu fást hjá þjónustuveitu þinni.
Samstilling er hafin úr símanum með því að velja
Valmynd > Stillingar > Tengimöguleikar >
Gagnaflutningur > Samst. miðlara.

Fyrsta stillingin eða stilling eftir að stilling var trufluð
kann að taka allt að 30 mínútur.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

53

Stillingar fyrir aukahluti

Samhæfður aukahlutur sést aðeins ef síminn er eða
hefur verið tengdur við hann.

Veldu Valmynd > Stillingar > Aukahlutir og viðeigandi
aukahlut. Ef það er tiltækt er hægt að velja Sjálfvirkt
svar
til að stilla símann á sjálfvirka svörun fyrir
hringingar. Ef Velja hringingu er stillt á Eitt hljóðmerki
eða Slökkt er slökkt á sjálfvirku svöruninni.

Stillingar samskipunar

Sumar sérþjónustur krefjast samskipanastillinga á
símtækinu. Stillingarnar gæti verið að finna á SIM-
kortinu, hægt er að fá þær í stillingaboðum frá
þjónustuveitu eða slá inn eigin stillingar handvirkt.

Veldu Valmynd > Stillingar > Samskipan og eitthvað
af eftirfarandi:

Sjálfgefnar samskipanir—til að skoða lista yfir þær
þjónustuveitur sem eru geymdar í símanum
(sjálfgefin þjónustuveita er auðkennd)

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

54

Virkja sjálfgefið í öllum forritum— til að láta forritin
nota stillingar sjálfgefnu þjónustuveitunnar

Helsti aðgangsstaður— til að velja annan
aðgangsstað. Vanalega er aðgangsstaðurinn frá
símafyrirtækinu þínu notaður

Tengjast við þjónustusíðu— til að hlaða niður
stillingum frá þjónustuveitu

Hægt er að slá inn, skoða og breyta stillingum
handvirkt með því að velja Valmynd > Stillingar >
Samskipun > Eigin stillingar.