
Tengiliðir
Hægt er að vista nöfn og símanúmer í
minni símans og á SIM-kortinu. Í minni
símans er hægt að vista tengiliði ásamt
nokkrum símanúmerum og texta. Nöfn og númer sem
eru vistuð á SIM-kortinu eru auðkennd með
.
Tengiliður er fundinn með því að velja Valmynd >
Tengiliðir > Nöfn > Valkost. > Leita. Skrunaðu upp
eða niður í tengiliðalistanum eða sláðu inn fyrstu
stafina á nafninu sem leita á að. Nýjum tengilið er
bætt við með því að velja Valmynd > Tengiliðir >
Nöfn > Valkost. > Bæta við tengilið. Til að bæta fleiri
upplýsingum við tengilið þarf að ganga úr skugga um
að minnið sem er notað sé annaðhvort Sími eða Sími
og SIM-kort. Veldu nafnið sem þú vilt bæta nýju
númeri eða texta við og veldu Upplýs. > Valkost. >
Bæta við upplýs..

V a l m y n d i r s í m a n s
40
Tengiliður er afritaður með því að velja Valmynd >
Tengiliðir > Nöfn > Valkost. > Afrita tengilið. Hægt
er að afrita nöfn og símanúmer milli símaminnis og
SIM-kortsins. Á SIM-kortinu er hægt að vista nöfn
með einu símanúmeri.
Hægt er að senda og taka við tengiliðaupplýsingum
sem nafnspjaldi úr samhæfu tæki sem styður vCard-
staðalinn. Nafnspjald er sent með því að leita að
tengiliðnum sem þú vilt senda upplýsingarnar og
velja Upplýs. > Valkost. > Senda nafnspjald > Með
margmiðlun, Sem SMS eða Með Bluetooth. Þegar
tekið er á móti nafnspjaldi skal velja Sýna > Vista til
að vista nafnspjaldið í símaminninu. Til að henda
nafnspjaldi er valið Hætta > Já.
Veldu Valmynd > Tengiliðir > Stillingar og eitthvað
af eftirfarandi:
Minni í notkun— til að velja minni símans eða SIM-
kortið fyrir tengiliðina þína

V a l m y n d i r s í m a n s
41
Sýna tengiliði— til að velja hvernig nöfn og númer
tengiliða birtast
Staða minnis— til að sjá hversu mikið minni er laust
og hversu mikið er í notkun.
■