Nokia 2630 - Vefur

background image

Vefur

Þú getur fengið aðgang að ýmis konar
Internet-þjónustu í vafra símans.
Kannaðu framboð á þessari þjónustu,
verðlagningu og gjaldskrá hjá símafyrirtækinu þínu
eða þjónustuveitu.

Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er
treyst og sem veitir nægilegt öryggi og vörn gegn
skaðlegum hugbúnaði.

Tenging við þjónustu

Ganga þarf úr skugga um að stillingar hafi verið
vistaðar og virkjaðar.

Komdu á tengingu við viðkomandi þjónustu og
opnaðu upphafssíðuna (til dæmis heimasíðu
þjónustuveitunnar), veldu Valmynd > Vefur >
Heimasíða eða ýttu á og haltu niðri 0 í biðstöðu.
Farið er í bókamerki með því að velja Valmynd >
Vefur > Bókamerki. Ef bókamerkið virkar ekki með

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

65

þeim þjónustustillingum sem eru virkar skaltu virkja
annan hóp þjónustustillinga og reyna aftur. Farið er á
síðasta veffang með því að velja Valmynd > Vefur >
Síðasta veff.. Veffang þjónustunnar er slegið inn með
því að velja Valmynd > Vefur > Fara á veffang.

Hætt er að vafra og tengingunni slitið með því að ýta
á og halda niðri endatakkanum.

Þegar tengingu við þjónustuna hefur verið komið á er
hægt að vafra um síður hennar. Takkar símans geta
virkað á mismunandi hátt eftir þjónustufyrirtækjum.
Fylgdu leiðbeiningum á skjá símans.

Ef GPRS er valið sem gagnaflutningsmáti er vísirinn

sýndur efst til vinstri þegar vafrað er um netið. Ef þér
berst símtal eða textaskilaboð eða þú hringir úr
símanum á meðan GPRS-tenging er virk, sést vísirinn

efst til vinstri á skjánum til marks um að hlé hafi

verið gert á GPRS-tengingunni (hún sett í bið). Eftir
símtal reynir síminn aftur að koma á GPRS-tengingu.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

66

Símtækið kann að hafa fyrirframuppsett bókamerki og
tengla á netsíður þriðja aðila. Einnig er hægt að skoða
netsíður þriðja aðila með símtækinu. Netsíður þriðja aðila
eru ekki tengdar Nokia og Nokia hvetur ekki til notkunar á
né ber ábyrgð á þeim. Ef þú velur að fara á slíkar netsíður
skaltu beita varúðarráðstöfunum vegna öryggis eða efnis.

Útlitsstillingar vafra

Í biðstöðu skaltu velja Valmynd > Vefur >
Stillingar > Útlitsstillingar. Veldu Línuskiptingar >
Virkar til að leyfa textanum að halda áfram í næstu
línu. Ef Óvirk er valið er textinn styttur. Veldu Sýna
myndir
> Nei og þá birtast engar myndir á síðunni.
Síminn er stilltur þannig að hann gefi frá sér viðvörun
þegar truflanir verða á öruggri nettengingu með því
að velja Viðvaranir > Viðvörun fyrir óörugga
tengingu
> . Veldu Viðvörun fyrir óörugg atriði >
svo að síminn láti vita þegar örugg síða inniheldur
óöruggan hlut. Þessar viðvaranir tryggja ekki örugga
tengingu. Veldu Kóðun stafa til að velja stafamengi
fyrir vefsíður sem innihalda ekki þær upplýsingar eða
til að velja að nota alltaf UTF-8 kóðun þegar veffang
er sent í samhæfan síma.

background image

V a l m y n d i r s í m a n s

67

Þjónustuinnhólf

Síminn getur tekið við þjónustuboðum (sérþjónusta)
(tilkynningum) frá þjónustuveitunni þinni.
Þjónustuskilaboð eru lesin með því að velja Sýna.
Ef þú velur Hætta eru skilaboðin færð í Þjónustuhólf.
Síminn er stilltur á móttöku þjónustuskilaboða með
því að velja Valmynd > Vefur > Stillingar > Stillingar
fyrir þjónustuhólf
> Þjónustuskilaboð > Kveikt.

Öryggi vafra

Öryggisaðgerðir kunna að vera nauðsynlegar fyrir suma
þjónustu, líkt og bankaþjónustu eða netverslun. Fyrir
slíkar tengingar þarf öryggisvottorð og hugsanlega
öryggiseiningu sem kann að vera tiltæk á SIM-kortinu.
Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.